Þáttur 25 - Daði Kristjánsson, stofnandi Visku Digital Assets

Í þessum þætti er rætt við Daða Kristjánsson, stofnanda Visku Digital Assets sem er fyrsti íslenski rafmyntasjóðurinn. Daði starfaði í um 15 ár á fjármálamarkaði áður en hann tók þá ákvörðun að stofna Visku ásamt félögum sínum. Í þættinum er rætt um rafmyntir, bálkakeðjutækni, hvort sú gagnrýni sem rafmyntir fá á sig sé réttmæt, gerjunina í rafmyntaheiminum, stöðuna á fjármálamörkuðum og sitthvað fleira.

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.