Þáttur 29 - Helga Valfells: „Það er hægt að gera allt en ekki allt í einu.“

Í þessum þætti er rætt við Helgu Valfells, stofnanda og framkvæmdastjóra vísissjóðsins Crowberry Capital. Helga er með grunngráðu í hagfræði og enskum bókmenntum frá Harvard og MBA gráðu frá London Business school. Í þættinum er rætt um fyrirtækið hennar, nýsköpun, konur og fjárfestingar og ýmislegt fleira.

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.