Þáttur 31 - Júlíus Þór: „Umfjöllun fjölmiðla hefur því miður borið vott um vanþekkingu“

Í þessum þætti er rætt við Júlíus Þór Halldórsson, blaðamann á Viðskiptablaðinu. Rætt er um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankasölunni og þau viðbrögð sem hún hefur fengið. Einnig er rætt um stöðu ÍL-sjóðs, fall rafmyntakauphallarinnar FTX, stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans næstkomandi miðvikudag og fleira. 

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.