Þáttur 55 - Viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS

Í þessum þætti er rætt við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, formann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Rætt er um ýmislegt tengt sjávarútvegi meðal annars stöðu greinarinnar, orðspor atvinnuvegarins, nýsköpun í sjávarútvegi, ákvörðun matvælaráðherra um að framlengja ekki hvalveiðibannið, fiskeldi og fleira. Þá er rætt stuttlega um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og verðbólguna.

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.