Þáttur 59 - Viðtal við Daða Kristjánsson um skuldavanda ríkja

Í þessum þætti er rætt við Daða Kristjánsson, stofnanda og framkvæmdastjóra Visku Digital Assets en hann hefur starfað í 16 ár á fjármálamarkaði. Rætt er um skuldavanda ríkja, einkum Bandaríkjanna, hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðunni og hvaða áhrif það myndi hafa ef til skuldakrísu kæmi. Einnig er rætt um stöðuna á skuldabréfamörkuðum, verðbólguna, bæði hér heima og erlendis og viðbrögð seðlabanka við henni. Þá er rætt um stöðu efnahagsmála hér heima, skuldir íslenska ríkisins og kjarasamningana sem nú eru fram undan. Að lokum er rætt stuttlega um rafmyntageirann. --------------------- Fyrirvari: https://www.stefnir.is/um-stefni/annad/#fyrirvari-fjarmalakastid

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.