Þáttur 9 - Viðtal við Arnald Þór Guðmundsson, formann Ungra fjárfesta

Í þessum þætti er rætt við hann Arnald Þór Guðmundsson, formann Ungra fjárfesta, um fjárfestingar, markaði og starf Ungra fjárfesta. Félagið Ungir fjárfestar var stofnað af sex ungum fjárfestum í upphafi árs 2014 og er tilgangur félagsins að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Félagið hefur einnig það markmið að vekja áhuga félagsmanna og ungs fólks á fjármálum, fjárfestingum, sparnaði og verðbréfamörkuðum. Þeir sem vilja kynna sér félagið nánar er bent á Facebook-síðuna Ungir fjárfestar en hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðunni ungirfjarfestar.net. 

Om Podcasten

Fjármálakastið er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Í þættinum er rætt við fólk frá ýmsum áttum um efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.