03112022 ? Flakk um uppbyggingu Félagsbústaða við Sjómannaskólann

Við ætlum á Rauðarárholtið í dag, það er á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg. Nýjar námsmannaíbúðir á vegum Byggingafélags námsmanna hafa risið bakvið gamla Kennaraskólann, þar við hliðina eru tvö til þrjú fjölbýlishús fyrir 60+. Norðan megin við Háteigsveg, eru fjögur þriggja hæða fjölbýlishús við Vatnsholtið, hér er um að ræða leiguíbúðir fyrir 60+. Við ætlum að fjalla um 8 íbúða hús, sem Félgasbústaðir eru að byggja fyrir fatlaða, arkitekt er Arnhildur Pálmadóttir hjá Sapp. Hér er um að ræða grænt húsnæði fyrir fatlaða, með starfsmannaíbúð, 8 íbúða hús við Háteigsveg 59. Segja má að það sem byggt hefur verið á svæðinu, séu íbúðir undir ákveðnum hatti, annað hvort aldurs eða námsmanna. Einnig er rætt við Sigrúnu Árnadóttur framkv.stj. Félagsbústaða og EYþór Friðriksson sviðsstjóra húsnæðismála.

Om Podcasten

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.