03112022 ? Flakk um uppbyggingu Félagsbústaða við Sjómannaskólann
Við ætlum á Rauðarárholtið í dag, það er á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg. Nýjar námsmannaíbúðir á vegum Byggingafélags námsmanna hafa risið bakvið gamla Kennaraskólann, þar við hliðina eru tvö til þrjú fjölbýlishús fyrir 60+. Norðan megin við Háteigsveg, eru fjögur þriggja hæða fjölbýlishús við Vatnsholtið, hér er um að ræða leiguíbúðir fyrir 60+. Við ætlum að fjalla um 8 íbúða hús, sem Félgasbústaðir eru að byggja fyrir fatlaða, arkitekt er Arnhildur Pálmadóttir hjá Sapp. Hér er um að ræða grænt húsnæði fyrir fatlaða, með starfsmannaíbúð, 8 íbúða hús við Háteigsveg 59. Segja má að það sem byggt hefur verið á svæðinu, séu íbúðir undir ákveðnum hatti, annað hvort aldurs eða námsmanna. Einnig er rætt við Sigrúnu Árnadóttur framkv.stj. Félagsbústaða og EYþór Friðriksson sviðsstjóra húsnæðismála.