06102022 ? Flakk um nýsköpun í Gufunesi
Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með nýju hverfi í Gufunesi. Þar er bæði verið að byggja nýjar íbúðir og gömlu byggingar Áburðarverksmiðjunnar eru fullar af lífi. Sumar byggingarnar eru í eigu borgarinnar, sem hefur boðið húsnæðið til leigu, en einnig eru nokkrar þeirra í einkaeigu. Ekki svo langt síðan við vorum á Flakki þarna, en í dag ætlum við að heilsa uppá nokkra þeirra sem njóta lágrar leigu í skemmtilega skapandi umhverfi. Rætt er við Óskar Arnþórsson, Baldur Helga Snorrason og Gunnar Egilsson arkitekta. Björn Loka Björnsson og Elsu Jónsdóttur listafólk, Dag Kára Pétursson tónlistar- og kvikmyndagerðarmann og Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs