10112022 ? Flakk um græna byggingu á Frakkastíg
Æ oftar heyrum við af hringrásarhagkerfinu og alls kyns vottunum í byggingabransanum. Við skoðum litla lóð við Frakkastíg 1 í dag, þar sem stendur til að byggja vistvænt hús, en borgin auglýsti eftir hugmyndum um græna byggð á nokkrum lóðum í bænum. Það trjóna háhýsi við Skúlagötuna alla og í þætti dagsins heyrum við af nýrri byggingu sem sumir vilja meina að sé og stór fyrir þessa litlu lóð. Við ræðum við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt hjá Sapp, Sigríði Ósk Bjarnadóttur verkfræðing hjá BM Vallá en byrjum með Björt Ólafsdóttur hjá Iðu, sem er framkvæmdaaðili.