13102022 - Flakk um endanlegt skipulag og uppbyggingu á Heklureit

Sá þéttingarreitur sem hefur hvað oftast verið nefndur hér á Flakkinu er vafalaust Heklureiturinn, en svo nefnist reitur við Laugaveg sem nær frá Nóatúni að gamla Sjónvarpshúsinu. Nú er loks búið að samþykkja deiliskipulagið og hönnuðir húsanna eru byrjaðir á verkinu, það eru þeir Freyr Frostason arkitekt hjá THG og Jóhann Einar Jónsson hjá Teikna. Við heilsum uppá þá á eftir. Einnig er rifjað upp viðtal við Ásdísi Helgu Ágústsdóttur arkitekt hjá Yriki, um deiliskipulagið.

Om Podcasten

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.