15092022 - Flakk - Flakk um nýtt torg á Hlemmi
Gömlu timburhúsin og timburkirkjurnar eru mikilvægur hluti af byggingararfi okkar. Þrátt fyrir að fæst þeirra séu eldri en 150 ára eru þau okkur jafn mikilvæg og margra alda gömul hús annarra þjóða. Í mörgum þeirra rís íslensk byggingarlist hátt vegna formfegurðar og mikils notagildis. Hlutföll og stærð herbergja er oft í góðu jafnvægi, auk þess sem gjarnan hefur tekist vel til um staðsetningu glugga, stærð þeirra og gerð, þannig að t.d. dreifing birtu er með ágætum. Því miður virðist þessum grundvallarþáttum of oft ábótavant í byggingarlist nútímans. Gömlu timburhúsin eru ýmist klædd timbri eða bárujárni. Bárujárnsklædd íbúðarhús tíðkast varla annars staðar í heiminum. Það má því líta á þau sem sérstakt framlag Íslendinga til byggingarlistarinnar. Timburklæddu húsin minna hins vegar á hús byggð annars staðar á Norðurlöndum. Timbur hefur ekki verið í hávegum í nýbyggingum, en undanfarin fáu árin hafa þó risið nokkur timburhús, en með töluvert öðrum áherslum en gerðist hér á síðustu öld. Mjög svo fræðandi skýrsla um uppgjör og varðveislu gamalla húsa, sem er aðgengileg á netinu fyrir almenning. Við ætlum að huga að nýjum timburhúsum í þætti dagsins, þ.e. íbúðarhúsum. Í Úlfarsárdal er verið að byggja 12 íbúða fjölbýlishús, sem Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark hannaði og í Furugerði 10 er verið að byggja raðhús og tvö fjölbýlishús sem Arnar Þór Jónsson arkitekt hjá Arkís hefur hannað og við byrjum hjá honum.....