18082022 - Flakk - Flakk um Snorrabraut

Heilsuverndarstöðin, Sundhöllin, Gamla Mjólkurstöðin, Droplaugarstaðir, Domus Medica, Blóðbankinn, hús sem gjarnan er kennt við Gefjun og eitt stykki nokkuð há íbúðarblokk auk bensínstöðvar standa við Snorrabraut, Egilsgötu, Bergþórugötu og Barónstíg, í raun ekki mjög stór reitur, en þjónar mjög svo bróguðu hlutverki, og nú er verið að byggja á einum þessara reita eða á Snorrbraut 60, einnig er búið að hanna íbúðabyggð við Snorrabraut 54 eða í kringum Gömlu Mjólkurstöðuna sem síðar Osta- og smjörsalan flutti í, Bylgjan og Söngskólinn, bensínstöðvarreiturinn bíður enn um sinn. Við ætlum að drepa niður fæti á Snorrabrautinni í dag og skoða hvað sé verið að byggja, ræðum við arkitektana Helga Bollason Thorddsen og Þórð Steingrímsson hjá Kanon arkitektum, Sólveigu Sigurðardóttur verkefnastjóra á borgarskipulaginu, Sigurð Hallgrímsson arkitekt hjá ArkþingNordic, en byrjum með nýjum formanni Umhverfis- og Skipulagsráðs borgarinnar - Alexöndru Briem og ræðum eitt og annað við hana sem stendur til í skipulagi og uppbyggingu í borginni.

Om Podcasten

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.