20102022 ? Flakk um endurnýtingu bygginga
Í þætti dagsins ætlum við að skoða byggingar á tveimur lóðum, sem eiga það sameignlegt að verið er að endurnýja, byggja ofan á eldri hús. Um er að ræða Hverfisgötu 98 ? 100 og Gamla Þórs Café í Brautarholti 20. Rætt er við Arnar Þór Jónsson arkitekt hjá Arkís um Brautarholtið og Helga Mar Hallgrímsson arkitekt hjá Nordic um Hverfisgötuna, það getur verið ansi flókið að byggja ofan á eldri hús, bæði vegna reglugerða og burðarþols og fleira. Í báðum tilfellum var lagt upp með gistingu. Á Hverfisgötunni gistiheimili og í Brautarholti hótel, á báðum stöðum verða þetta íbúðir.