24112022 - Flakk um almenningssamgöngur

Ísland er bílaland, flestir ferðast einir í sínum bíl og reka þau erindi sem hver og einn þarf sinna. Stundum er eins og enginn sé í vinnunni, því umferðin er þung alla daga. Við ætlum að huga að samgöngum í þætti dagsins. Það eru ýmsir möguleikar, t.d. að ganga, hjóla og taka strætó og nýlega bættust svokölluð hopphjól eða skútur í hópinn. Bílar eru semsagt ekki til umræðu í dag. Við heilsum uppá Sindra Frey Ásgeirsson formann samtaka um bíllausan lífsstíl, heimsækjum vegagerðina og ræðum við Bryndísi Friðriksdóttur svæðisstjóra höfuðborgarsvæðsins hjá Vegagerðinni og ábyrgðarmaður Borgarlínu og Arndísi Ólfafsdóttur Arnalds forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu, báðar verkfræðingar auðvitað, en við byrjum uppá Höfða og hittum framkvæmdastjóra Strætó Jóhannes Svavar Rúnarsson.

Om Podcasten

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.