25082022 - Flakk - Flakk um Skeifuna
Við beinum augum okkar að Skeifunni í þætti dagsins, svæði sem algjörlega er skipulagt með einkabílinn í fyrirrúmi, þó svo að gatnakerfið þar sé bara alls ekki gott. Við lítum aðeins 7 ár til baka, hér síðar í þættinum og göngum með þeim Birni Teitssyni sem þá var nemi í menningarfræðum en starfar nú hjá Skipulagsstofnun og Jóni Davíð Ásgeirssyni arkitekt, og setjumst yfir kaffibolla með Sigrúnu Hönnu Þorgrímsdóttur þjóðfræðingi. Við ræddum möguleika í breyttri Skeifu, þetta var árið 2015. Eftir þessi sjö ár er loks byrjað að byggja íbúðarhúsnæði í Skeifunni, og það nokkuð vel í lagt með 185 íbúða. Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt og Ellert Hreinsson arkitekt hjá Teiknistofunni Archús, hafa veg og vanda af hönnun þessara bygginga og við byrjum hjá þeim