27101022 - Flakk um uppbyggingu í Borgartúni
Þar sem í dag eru lóðirnar Borgartún 29-36 var áður tún hjáleigunnar Fúlutjarnar eða Lækjarbakka. Þessi jarðarskiki var byggður úr jörðinni Rauðará en landamerki á milli Laugarness og Rauðarár lágu um Fúlatjarnarlæk, sem rann að mestu vestan við núverandi Kringlumýrarbraut. Lækurinn var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og dró nafn sitt af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón sunnan við Kirkjusand og lyktaði af rotnandi gróðri. Fúlutjarnarlækur var settur í stokk árið 1957 og um 1960 hafði verið fyllt upp í Fúlutjörn og hvorugt er því sýnilegt lengur, segir í skýrslu Borgarsögusafns frá 2017. Ferðinni er heitið í Borgartún í dag. Rætt við Gunnar Sigurðsson arkitekt hjá Andakt. Nú stendur til að rífa þær byggingar sem tilheyrðu fyrirtæki Guðmundar Jónassonar og byggja 100 íbúða fjölbýli, um er að ræða horn Kringlumýrarbrautar og Borgartúns á bak við Cabin hótelið Borgartún 34 - 36. EInnig rætt við Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar um framtíðarsýn í Borgartúni.