38 – Vandræðabarnið Gunnlaugur (sýnishorn)

Gunnlaugur og Ármann ræða Gunnlaugs sögu en óminnishegrinn sveimar yfir þeim þannig að úr verður kátlegt minnisleysingjaleikrit. Meðal annars berst talið að fjárfestingarstefnu Gunnlaugs ormstungu, óhefðbundnum lækningaraðferðum hans, Gunløgsgade í Kaupmannahöfn, hvort Gunnlaugur og Hrafn hafi verið rapparar síns tíma eða hvort óskynsamlegt sé að færa særðum andstæðingi vatn. En afsannaði Jón Sigurðsson fornsögurnar? Er verra að þola ekki Þorstein Egilsson en vera búinn að steingleyma honum?---Kæri hlustandi. Þetta er bara sýnishorn en þátturinn í fullri lengd er einöngu opinn áskrifendum á Patreon síða Flimtans og fáryrða, https://tinyurl.com/uyte74dv 

Om Podcasten

Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja...