42 – Erfiðar hálfsystur

Í þessum þætti berst talið að fornaldarsögum Norðurlanda og einkum Hrólfs sögu kraka en líka að skrítnum smekk 15. aldar manna, sifjaspellum í fornsögum, Indiana Jones, Prins Valíant og Andrew prins. Gunnlaugur og Ármann ræða Rafn ofursta og Skuld drottningu, andsetna gelti og þýskar prinsessur sem eru eins og mý á mykjuskán, þættar sögur, hinn heilaga gral, fégræðgi Svía, galdra og hamskipti, valdabaráttu Dana og Svía á 17. öld, stigveldi fornsagna og sælustundir í Nýja-Garði. En er Svíþjóð hið horfna Atlantis? Er gull í Hrunamannahreppi? Hvað gerist þegar menn giftast dætrum sínum? Er eftirsjá að hrunmenningunni og er gott að mæta á stefnumót við álfkonur? Hvort heitir kappinn Böðvar eða Bjarki og hvað finnst Ármanni um Weibull-bræður?

Om Podcasten

Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja...