44 – Bárðar saga og miðaldasagnfræðin

Gunnlaugur og Ármann ræða hina lítt þekktu Bárðar sögu Snæfellsáss sem hefur öll helstu einkenni sagnfræðirita en er misskilin í nútímanum vegna fjölda annarsheimsvætta og vegna þess að nútímafræðimenn meta stundum miðaldarit vegna þess hversu vel þau falla að heimsmynd nútímans. Eins kemur fram að Bárðarsöguhöfundur einn skilur muninn á risa og trölli. Þá er rætt um náttúrunafnakenninguna, vinsældir hlaðvarpsins í heiminum, hinn ástsæla Kim Il Sung, söngvarann Erling Ágústsson, ferð Ármanns á Dofrafjöll og kramið sem getur verið erfitt að falla í. En er Bárðar saga Ghost 14. aldar? Eru eplakvöldin ennþá til? Eru Gunnlaugur og Ármann dvergar á herðum risa og hvor er þá Gimli? Hvers vegna í ósköpunum tók Bárður tvö tröll með sér til Íslands? Hvað gerði hann í Dritvík? Er hann góður faðir? Er raunsæislegt á miðöldum ekki bara það sama og vel skrifað? Eru falskar orðsifjar og stafabrengl ekki hin ágætustu vísindi? Hver var kallaður rex perpetuus Norvegiae og hvað er Rauðgrani að gera í þessari sögu? Mynduð þið nefna börnin ykkar Dumb eða Flaumgerði?

Om Podcasten

Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja...