15) Black Sabbath

Þann 5. júlí næstkomandi munu allir upprunalegu meðlimir Black Sabbath stíga á svið í síðasta skiptið á stórtónleikum á Villa Park í Birmingham...ef enginn þeirra hrekkur upp af áður en að þar að kemur. Því er ekki úr vegi að fara í gegn um skrautlegan feril þessarar hljómsveitar sem er án nokkurs vafa ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum