24) Fljúgum hærra - Homai Vyarawalla, fyrsti kvenfréttaljósmyndari Indlands

„Þessi stelpa hættir ekki fyrr en hún er búin að blinda mig“ sagði Gandhi einhvertímann þegar hann var orðinn leiður á flassinu hennar Homai Vyarawalla. Hún var fyrsti konan í Indlandi sem starfaði sem fréttaljósmyndari og þekkt undir dulnefninu Dalda 13. Hún myndaði helstu stórviðburði í sínu landi, lítil snaggaraleg kona á reiðhjóli, klædd í sarí með þunga myndavél á öxlinni.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Hlaðavarpið þeytir hlustandanum inn í heim kvenna sem vilja fljúga hærra… samt ekki á galdrakústi.- - - - - - - - - - - Hér er svo Facebook síðan okkar þar sem hægt er að finna playlista, myndir og ýmislegt annað tengt podcastin. https://www.facebook.com/fljugumhaerrapodcast