3) Þegar allir dönsuðu diskó
Þeir sem að voru unglingar upp úr 1977 fóru væntanlega ekki varhluta af diskó æðinu sem þá gekk yfir. Það voru haldin diskó kvöld í öllum skólum og danskennarar upplifðu líklega sína mestu gósen tíð því allir vildu kunna réttu sporin. Og það var enginn svalari en John Travolta að gera mjaðmahnykki í hvítu jakkafötunum sínum. En nokkrum árum síðar var diskóið horfið af sjónarsviðinu og hafði sums staðar alla vega verið sprengt í loft upp, bókstaflega. En hvaðan kom það og dó það alveg?