30) Fljúgum hærra - Tori Amos

Tori Amos var undrabarn í tónlist. Hún var farin að leggja stund á klassískan píanóleik þegar jafnaldrar hennar voru ekki einu sinni farnir að lesa og ný hættir að nota bleyju.Hún varð þó aldrei konsertpíanisti eins og til stóð í upphafi því hún vildi bara spila það sem henni fannst skemmtilegt og það gat verið David Bowie og Led Zeppelin rétt eins og Debussy eða Schubert.Örlögin haga því þannig að hún fer til Bretlands þar sem ferillinn hefst fyrir alvöru eftir fremur brösuga byrjun og hún er enn að 30 árum seinna.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Hlaðavarpið þeytir hlustandanum inn í heim kvenna sem vilja fljúga hærra… samt ekki á galdrakústi.- - - - - - - - - - - Hér er svo Facebook síðan okkar þar sem hægt er að finna playlista, myndir og ýmislegt annað tengt podcastin. https://www.facebook.com/fljugumhaerrapodcast