32) Fljúgum hærra - Marianne Faithfull

Ef einhver hefur átt viðburðaríka ævi þá er það þessi stórkostlega kona. Hún varð poppstjarna 17 ára gömul alveg óvart, verður kærasta Mick Jagger, missir gjörsamlega fótana í lífinu og deyr næstum því tvisvar.Hún rís þó eins og Fönix upp úr öskustónni og á ríflega miðjum aldri eignast hún aðdáendur og samstarfsfólk í ekki ómerkari tónlistarmönnum en Nick Cave, Warren Ellis, Billy Corgan og Beck. Og eftir allt sem á undan hafði gengið þá var það covid sem náði næstum að setja hana í gröfina en hún hristi það af sér og 75 ára gömul neitar hún að gefast upp.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Hlaðavarpið þeytir hlustandanum inn í heim kvenna sem vilja fljúga hærra… samt ekki á galdrakústi.- - - - - - - - - - - Hér er svo Facebook síðan okkar þar sem hægt er að finna playlista, myndir og ýmislegt annað tengt podcastin. https://www.facebook.com/fljugumhaerrapodcast