39) Fljúgum hærra - Annie Lennox (Eurythmics)

Hún kemur úr verkamannafjölskyldu í Skotlandi og verður síðan ein af skærustu poppstjörnum 9. áratugarins auk þess að eiga glæstan sólóferil. Í 34 ár hefur hún unnið ötullega að málefnum tengdum HIV smituðum í Afríku og arinhillan hennar er hlaðin verðlaunagripum og viðurkenningum sem hún hefur hlotið í gegn um tíðina bæði fyrir bæði fyrir tónlistarsköpun og ekki síður fyrir störf sín að mannúðarmálum.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum