39) Fljúgum hærra - Annie Lennox (Eurythmics)
Hún kemur úr verkamannafjölskyldu í Skotlandi og verður síðan ein af skærustu poppstjörnum 9. áratugarins auk þess að eiga glæstan sólóferil. Í 34 ár hefur hún unnið ötullega að málefnum tengdum HIV smituðum í Afríku og arinhillan hennar er hlaðin verðlaunagripum og viðurkenningum sem hún hefur hlotið í gegn um tíðina bæði fyrir bæði fyrir tónlistarsköpun og ekki síður fyrir störf sín að mannúðarmálum.