40) Fljúgum hærra - Álfastelpurnar Elsie og Frances

Frænkurnar Elsie Wright og Frances Griffiths voru bara táningar þegar þær tóku saman fimm ljósmyndir í fallegum gróðurlundi í smá þorpinu Cottingley í West Yorkshire í Englandi. Þær urðu heimsfrægar sem og bærinn þeirra og myndirnar sköpuðu umtal og deilur frá birtingu þeirra árið 1920 langt fram á 20 öldina.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum