41) Fljúgum hærra - Stevie Nicks (Fleetwood Mac)

Stevie Nicks er búin að eiga einstakan tónlistarferil sem spannar heil 50 ár bæði sem meðlimur Fleetwood Mac, einnar vinsælustu hljómsveitar seinni tíma og svo sem sóló listamaður.Hún hefur samið hvern risa smellinn eftir annan og verið fyrirmynd fjölda tónlistarkvenna í gegn um árin. Sveipuð dulúð og ljóma og átt afskaplega litríka æfi svo ekki sé meira sagt.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Hlaðavarpið þeytir hlustandanum inn í heim kvenna sem vilja fljúga hærra… samt ekki á galdrakústi.- - - - - - - - - - - Hér er svo Facebook síðan okkar þar sem hægt er að finna playlista, myndir og ýmislegt annað tengt podcastin. https://www.facebook.com/fljugumhaerrapodcast