47) Fljúgum hærra - Debbie Harry (Blondie)

Debbie Harry varð ein af stærstu stjörnum pönk- og nýbylgjusenunnar í New York á átta áratugnum þegar konur áttu oft enn í erfiðleikum með að vinna sér inn viðurkenningu í tónlistarbransanum á eigin forsendum. Hún leikur í kvikmyndum, gefur út sólóplötur og dregur svo vagninn þegar Blondie snúa aftur með látum eftir margra ára dvala. Og svo var hún vinkona Andy Warhol

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum