49) Fljúgum hærra - Sinéad O´Connor

Sinéad O´Connor hefur gengið í gegn um margt á sinni ævi. Á nokkrum vikum fór hún frá því að vera ein skærasta stjarnan á popp himninum og eftirlæti allra yfir í að vera úthrópuð og smánuð fyrir það eitt að rífa eina ljósmynd í beinni útsendingu í sjónvarpi. En eins og hún hefur sjálf sagt þá ætlaði hún aldrei að verða poppstjarna heldur aðgerðasinni að berjast fyrir réttlæti

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum