52) Fljúgum hærra - Ljósmyndaherdeildin og FBI njósnarinn

Einn af sögufrægum ljósmyndahópum Bandaríkjanna var hin róttæka og kraftmikla Ljósmyndaherdeild – The Photo League í New York. Óvenju marga konur voru í þessum hópi sem börðust gegn félagslegu óréttlæti með myndavélina að vopni. En í hópi þeirra var líka uppljóstrari FBI sem sá kommúnista í hverju horni.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum