63) Fljúgum hærra - Hou Bo, ljósmyndari Maós

Hou Bo var munaðarlaus sveitastelpa í Kína sem lærði ljósmyndun af japönskum stríðsföngum og reis til metorða sem einn mikilvægasti ljósmyndari í hirð Mao Zedong leiðtoga Kína. Ljósmyndir hennar sýndu gríðarlega glansmynd af leiðtoganum meðan þjóðin dó úr hungri. Hún var harður kommúnisti og mikill aðdáandi Maós þrátt fyrir að lenda sjálf í þrælkunarbúðum í Menningarbyltingunni.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum