68) Fljúgum hærra - Stúdíó Luisita og næturdrottningar Argentínu

Systurnar Luisita og Chela Escarria opnuðu ljósmyndastofu á frægasta breiðstræti Buenos Aires höfuðborgar Argentínu árið 1958. Næturdrottningar, gamanleikarar, dansarar og tónlistarfólk mætti í myndatöku í stássstofu þeirra systra sem breyttist í stúdíó dag hvern. Myndir þessara samhentu systra hefðu mögulega fallið í gleymsku ef þær hefðu ekki eignast sinn bjargvætt. Nú veit öll Argentína af tilvist þeirra og við dreifum gleðinni í þessum þætti.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum