71) Fljúgum hærra - Taylor Swift
Þó Taylor Swift sé ekki nema 33 ára gömul þá er hún fyrir löngu orðin ein allra vinsælasta tónlistarkonan í heiminum í dag og þarf að fara alla leið í Bítlana, Elvis, Michael Jackson, Elton John og aðra slíka tónlistarmenn sem eru búnir að gefa út tónlist áratugum samna til að skáka henni í sölutölum. Hún er á listum hjá Time Magazine og Forbes yfir áhrifamestu konur samtímans og New York magazine segir um hana "the one bending the music industry to her will".