72) Fljúgum hærra - Lynn Goldsmith. Rock´n´roll ljósmyndarinn

Lynn Goldsmith er töffari frá Detroit borg sem fékk snemma titillinn rock 'n' roll ljósmyndarinn. Hún hefur myndað allar stjörnur í rokkheiminum frá hippatímanum fram til okkar daga. Grand Funk Railroad hefur strippað fyrir hana, mamma hans Gene Simmons í Kiss hefur rekið út úr sér tunguna í myndavélina hennar og Patti Smith er besta vinkona hennar. Lynn er ótrúlega fjölhæf og sló meira að segja í gegn árið 1983 með plötu sem hún gerði í flippi með vinum sínum.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum