73) Fljúgum hærra - Marie Fredriksson (Roxette)

Þó Marie Fredriksson sé þekktust sem annar helmingur dúettsins Roxetta þá er hún líka ein af ástsælustu söngkonum Svíþjóðar þar sem hún gaf út 8 sólóplötur sem allar náðu miklum vinsældum þar í landi. Hún var orðin mjög þekkt tónlistarkona í heimalandinu þegar þau Per Gessle stofna Roxette sem fyrir ótrúlega tilviljun slær í gegn í Bandaríkjunum án þess þó plöturnar þeirra, sem á þeim tíma voru tvær hefðu nokkurntíma verið gefnar þar út.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum