74) Fljúgum hærra - Toyoko Tokiwa og konurnar í Rauða hverfinu
Hún var þrettán ár gömul þegar faðir hennar deyr í sprengjuárás Bandaríkjahers og seinna þetta sama ár, 1945 falla kjarnorkusprengjur á Hiroshima og Nagasaki. Þegar Toyoko Tokiwa verður seinna ljósmyndari beinir hún linsunni að óvininum, bandarískum hermönnum í rauða hverfinu í Yokohama, heimaborg hennar. Frægastu myndirnar sýna nöturlegar aðstæður vændiskvenna í samskiptum við hermenn og hún skapar sér frægð með ljósmyndabókinni „Kiken na Adaba“ (Dangerous Poisonous Flowers) sem ...