75) Fljúgum hærra - Diana Ross
Diana Ross er búin að eiga sleitulausan feril frá árinu 1959 til dagsins í dag og er hvergi nærri hætt. Hún var aðal rödd The Supremes, eins vinsælasta söngtríós allra tíma, hún leikur í kvikmyndum og nær að gefa út gríðarlega vinsæla discoplötu þegar disco tímabilinu var eiginlega lokið. Og hún stendur alveg undir því að vera kölluð díva eins og við heyrum í þættinum.