76) Fljúgum hærra - Þórdís, Sigríður og garðálfar á Laugarvatni

Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow unnu saman að því í þrjú sumur að ljósmynda veröld frístundaíbúa í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Lífið þar virðist hverfast um samveru og notalegheit í sólríku umhverfi með garðálfum og blómum. Þessi paradís er horfin í dag, því stuttu eftir að verkefninu lauk var öllum hjólhýsaeigindum tilkynnt að byggðin yrði aflögð. Í Þjóðminjasafni er nú sýning á þessu verki þeirra og fær sýningin að heita „Ef garðálfar...

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum