78) Fljúgum hærra - Karimeh Abbud og hennar Palestína

Karimeh Abbud fangaði í ljósmyndum sínum Palestínu fyrir seinni heimstyrjöld og samfélagið sem leystist upp í kjölfar Nakba - hörmunganna miklu. Hún var fyrsti kvenkyns ljósmyndari Palestínu og mögulega fyrsta palestínska konan til að keyra sinn eigin bíl. Í dag eru myndir hennar mikilvæg söguleg heimild um horfinn tíma.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum