84) Fljúgum hærra - Leyniþáttur Lindu

Í þætti vikunnar fer Linda all hressilega út af sporinu í efnisvalinu.Hér eru engar ljósmyndakonur en nokkur vel valin lög (að henni fannst) fá að fljóta með. Lolla vissi ekkert um hvað þátturinn fjallaði fyrr en hún ýtti á Rec og Linda byrjaði að lesa. Það má deila um það hversu hrifin hún var þegar sannleikurinn kom í ljós.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum