#102- V-ONE - íslenskt hugvit í þjálfun flugmanna – Kristinn Páll Guðmundsson og Össur Brynjólfsson

Rætt er við þá Kristinn Pál Guðmundsson og Össur Brynjólfsson sem stofnuðu ásamt þremur öðrum fyrirtækið V-ONE þegar kóvid gekk yfir. Stofnendur félagsins sem allir hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu í þjálfun flugmanna settu á fót flugskóla til að þjónusta erlend flugfélög. Nú örfáum árum síðar hefur fyrirtækið markað sér gott orðspor á alþjóðlegum vettvangi og stærstu kúnnar þess eru flugfélögin DHL Bahrein og DHL Austria. Velta fyrirtækisins hefur vaxið stöðugt síðustu misserin og á árinu 2024 var V-ONE með um 2000 kennslustundir í flughermum Icelandair/CAE í Hafnarfirði. Þá eru umsvif viðskiptavina V-one hérlendis umtalsverð í keyptri þjónustu á hverju ári. Kristinn Páll og Össur segja sér frá tilurð V-One og hvernig þeir sjá fyrir sér að fyrirtækið geti vaxið enn frekar á næstu árum.

Om Podcasten

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.