#113 – Play umbyltir rekstrinum með nýju flugrekstrarleyfi á Möltu – kjarasamningar í höfn við flugmenn – Andri Geir Eyjólfsson

Rætt er við Andra Geir Eyjólfsson framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Play um nýtt rekstrarmódel félagsins sem nú er að taka á sig mynd í kjölfar þess að félagið fékk nýtt flugrekstrarleyfi á Möltu. Þar fetar Play í fótspor margra annarra flugfélaga sem nýta sér hagstæðara rekstrarumhverfi á Möltu og samnýta um leið fólk og tæki á milli flugfélaganna. Play hefur nýlega náð kjarasamningum við flugmenn til næstu tæplega þriggja ára og nokkrar vélar félagsins eru þegar byrjaðar í leiguflugi fyrir erlenda kúnna. Andri Geir á langa og merkilega sögu í fluginu allt frá því hann hóf störf á gólfinu í viðhaldsskýli Íslandsflugs á Reykjavíkurflugvelli. Hann nam flugvirkjun hjá TEC Aviation í Danmörku og hefur gengt ýmsum störfum hjá WOW air, Air Atlanta og Icelandair. Andri Geir hefur verið einn af lykilstarfsmönnum Play allt frá stofnun félagsins árið 2019.

Om Podcasten

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.