#32 –Í farabroddi í innanlandsflugi – Sigurður Aðalsteinsson

Sigurður Aðalsteinsson segir hér frá upphafsárum sínum í fluginu á Akureyri, þegar hann ásamt fleirum keypti Norðurflug af Tryggva Helgasyni flugstjóra og læriföður sínum. Til varð Flugfélag Norðurlands sem Sigurður tók þátt í að reka í nærri aldarfjórðung frá 1974 til 1997 og skilur eftir sig merkileg spor í flugsögunni. Hann var einnig annar tveggja stofnenda Austurflugs á Egilsstöðum og sinnti á flugrekstri með ýmsum hætti ásamt flugmannsstarfinu. Hann segir líka frá ýmsum ævintýrum úr fluginu hér innanlands og á Grænlandi og hvernig flugmannsstarfið tók stakkaskiptum á hans starfstíma.

Om Podcasten

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.