#56 – Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti – kynna þarf og efla flugnám – Matthías Sveinbjörnsson

Rætt er við Matthías Sveinbjörnsson forseta Flugmálafélags Íslands um uppganginn sem nú er í fluginu eftir nokkur mögur ár. Fyrirtækin eru farin að keppa um starfsfólk, einkum í sérhæfðari störfin. Aðsókn að námi tengdu flugi minnkaði í heimsfaraldrinum og gæti dregið dilk á eftir sér. Fjallað er um byltinguna sem er að verða í orkuskiptum í fluginu og yfirvofandi kolefnisskatt á flugleiðina til landsins. Þá segir Matthías segir stuttlega frá starfi tekjustýringar Icelandair þar sem hann er forstöðumaður, en deildin náði eftirtektarverðum árangri á síðasta rekstrarári.

Om Podcasten

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.