#61 – Forystumaður í fluglækningum á Íslandi – Þengill Oddsson

Rætt er við Þengil Oddsson yfirlækni á heilbrigðisskor Samgöngustofu, en hann á að baki magnaðan áratuga feril í bæði flugi og lækningum og er sá sem leitað er til þegar upp koma vafamál varðandi heilbrigðisvottorð fyrir flugáhafnir. Þengill sinnir alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd Íslands og þekkir vel hvaða mál eru þar helst til umræðu og hvaða breytingar eru í farvatninu eins og varðandi hámarksaldur flugmanna, geðheilbrigðismál og fleira. Hann hefur frá um árabil verið forystumaður í fluglækningum á Íslandi, en starfaði einnig lengi sem héraðslæknir á Vopnafirði og fluglæknir hjá Landhelgisgæslunni.

Om Podcasten

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.