2.1. Má gera grín að krabbameini?

Sóli Hólm og Viktoría, kona hans, segja frá reynslu sinni af krabbameini og hvernig þau tókust á við það m.a. með jákvæðni og húmor. Þau tala á kómískan hátt um útlitsbreytingar á Sóla og upplifun hans af steranotkuninni. Viktoría segir hann hafa verið snarruglaðan á tímabili en þau telja mikilvægt að sjá spaugilegu hliðarnar á svo erfiðu verkefni.

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.