2.2. Snjódrífur fullar af lífskrafti á Vatnajökli

Hvernig kviknar hugmyndin um að ganga yfir Vatnajökul og hvað verður til þess að söknuður finnst þegar komið er á leiðarenda? Snjódrífurnar Sirrý og Vilborg Arna segja frá mögnuðum leiðangri sem þær fóru í til styrktar Líf og Krafti. Þær ásamt hópi kvenna þurftu að mæta ýmsum áskorunum en virðing og falleg stemning gerði þetta að einstakri ferð. 

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.