2.3. Ert þú með BRCA genið?

Vissuð þið að við erum öll með BRCA genið og að það er að finna í bæði konum og körlum? Viðmælendur þessarar viku eru sammála um að þekking sé máttur og telja mikilvægt að við látum öll athuga hvort við berum arfgengu stökkbreytinguna sem er að finna í þessu geni. Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi og Hulda Bjarnadóttir fræða okkur um BRCA genið og hvað fjölskyldusagan getur skipt miklu máli.

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.