2.5. Er tenging milli krabbameins og mataræðis?

Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífstíl. T.d. er hægt að koma í veg fyrir 30-50% krabbameinstilvika með breyttum lífstíl. Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir, sem breytti matarræði sínu í kjölfar krabbameinsgreiningar, ræða hér mikilvægi holls mataræðis.

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.