2.6. Sorgin fer ekki, hún lifir með manni

Flest upplifum við sorg einhvern tíma á lífsleiðinni og tekst fólk á við hana á mismunandi vegu. Viðmælendur þáttarins, séra Vigfús Bjarni og Ína Ólöf, eru þó sammála um mikilvægi þess að tala um sorgina og fá aðstoð við að fara í gegnum það tilfinningalega ferli. Það er aldrei of seint og getur úrvinnslan verið göfgandi þó þjáningin sé það ekki.

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.